1

11

Smelltu til að spila

14

Starfsmenn hönnunarstúdíósins SCN9A hafa hannað nýja og stórskemmtilega síðu sem heitir „What Colour Is It?" eða „Hver er liturinn?“. Þar má sjá tímann í lit.

Hugmyndin að síðunni er afar einföld en klukkan er tengd við hex-litakóðann - klukkan sjálf ræður litavalinu.

Liturinn breytist þannig á hverri sekúndu í takt við litakóðann. Sem dæmi má nefna að þegar klukkan er 20:24:40 er hex-litakóðinn #202440 sem er dökkblár litur, samansettur úr 12,5% af rauðum, 14,1% af grænum og 25,1% af bláum.

Það hefur sennilega sjaldan verið jafn gaman að fylgjast með klukkunni en sjón er sögu ríkari!