1

11

Smelltu til að spila

14

Nú er árið að renna sitt skeið og því upplagt að telja upp mest gúggluðu Íslendingana árið 2014. Við hjá H:N tókum okkur það bessaleyfi að velja 30 einstaklinga sem hafa verið áberandi í fréttum á árinu og eru niðurstöðurnar heldur betur sláandi. Hér er topp 11 listinn og fást tölurnar með því að margfalda meðalfjölda á mánuði með tólf.

1. sæti: Gunnar Nelson – 52.800
2. sæti: Hafþór Júlíus Björnsson – 10.500
3. sæti: Vigdís Finnbogadóttir – 8.600
4. sæti: Björk – 7.000
5.-6. sæti: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Arnaldur Indriðason – 5.800
7.-11. sæti: Ólafur Ragnar Grímsson, Baltasar Kormákur, Yrsa Sigurðardóttir, Leoncie og Bjarni Benediktsson – 4.700

Bardagakappinn Gunnar Nelson trónir því yfir keppinautum sínum og hlýtur þennan eftirsótta heiður með hvorki meira né minna en um 52.800 gúggl á árinu. Þótt Nelson geti ekki verið kosinn íþróttamaður ársins þá getum við svo sannarlega veitt honum titilinn gúggl-maður ársins 2014.

Á næstu dögum munum við halda áfram að lista upp skemmtilegar staðreyndir af leitarvélinni góðu svo það er um að gera að fylgjast með.