1

11

Smelltu til að spila

14Talninga- og tölfræðinördar hafa sjaldan haft það eins gott. Stafræni heimurinn hefur auðveldað þeim aðgengi að alls konar gögnum. Fjöldi ferðamanna við Gullfoss, hraði bíla sem fer um Langholtsveg, meðalþyngd gesta Smáralindar í einum rúllustiga pr. klukkustund… nefndu það. Það hefur einhver mælt það. 

Það má finna tölulegar staðreyndir um alls konar hluti á augabragði og fátt ef nokkuð í henni veröld gefur okkur jafn ítarlegar niðurstöður og hið allt um lykjandi internet. Samviskusamlega standa menn vaktina og fylgjast með fjölda heimsókna á vef, telja like á Facebook og fylgjast með smellum á auglýsingaborða. Hvað er æðislegra en línurit sem fer upp. Sýnir svart á hvítu að fleiri heimsæki vefinn þinn núna en á síðasta ári? Að Faceboook síðan sé með 200 like í plús í dag! 

En getur verið að slíkar mælingar séu oft á tíðum bara mælingar á okkar eigin hégóma. Þjóni ekki neinu markmiði en friði okkur einfaldlega vegna þess að meira sé alltaf betra? Hverju erum við bættari þótt 300 unglingar hafi splæst í like á facebook síðuna okkar í kjölfar loforðs um gefins iPhone? Hvaða samskipti munu eiga sér stað frekar við þann hóp? Og hver eru tíðindin ef það komu 3000 manns á vefinn okkar í gær? Harla lítil ef við gaumgæfum ekki hvaðan þeir komu og hvað þeir gerðu, hversu lengi þeir dvöldu og hvaða síður þeir skoðuðu í framhaldi o.s.frv. 

Það er ekki til nein föst regla um hvað sé rétt að hafa í mælaborðinu. Það á engin skapalón í nokkrum útgáfum uppi í hillu sem hægt er að kippa þaðan eins og hendi sé veifað . Mælingar eru alltaf háðar markmiðum hverju sinni. 

Hvað ert þú að mæla?

Og hvers vegna?