1

Gunnar Nelson aftur mest gúgglaður

11

Smelltu til að spila

14

- Nýliðar koma sterkir inn á gúggllistann í ár. Salka Sól og systurnar Malín og Hlín hástökkvarar ársins. Íslendingar áhugasamir um Icehot1.

Bardagakappinn Gunnar Nelson er mest gúgglaði Íslendingurinn á árinu 2015, samkvæmt úttekt H:N Markaðssamskipta. Gunnar var gúgglaður um 30 þúsund sinnum á Íslandi á árinu en hann var einnig mest gúgglaði Íslendingurinn í fyrra - þá flettu Íslendingar honum upp tæplega 53 þúsund sinnum í leitarvélinni góðu.

Nýliði og hástökkvari ársins er söngkonan Salka Sól en hún stekkur beint í 2.-3. sæti sem hún deilir með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Íslendingar gúggluðu þær um 15.600 sinnum á árinu.

Mörg kunnugleg andlit eru á listanum og má þar meðal annars nefna Hafþór Júlíus Björnsson, kraftakarl með meiru, Björk Guðmundsdóttur söngkonu og leikstjórann Baltasar Kormák. Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand koma þó sterkar inn á listann í ár enda vakti stóra fjárkúgunarmálið er snéri að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra mikla athygli. Hlín situr í fjórða sæti listans en Malín í 5. – 7. sæti.

Topp 10 listann yfir þá Íslendinga sem Íslendingar gúggluðu oftast má sjá hér að neðan. Hafa verður í huga að þetta er samkvæmisleikur og þótt mörg nöfn hafi verið í pottinum gætu einhver hafa gleymst í leitinni. Þess má til gamans geta að Íslendingar gúggluðu Icehot1, notendanafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stefnumótasíðunni Ashley Madison, um 1.300 sinnum. Bjarni sjálfur var hins vegar gúgglaður um 5.800 sinnum á árinu.

Topp tíu listinn yfir mest gúggluðu Íslendingana á Íslandi 2015:
1. sæti: Gunnar Nelson – 28.800
2.– 3. sæti: Vigdís Finnbogadóttir – 15.600
2.– 3. sæti: Salka Sól – 15.600 4. sæti: Hlín Einarsdóttir – 12.000
5.– 7. sæti:  Hafþór Júlíus Björnsson – 10.600
5.– 7. sæti:Malín Brand – 10.600
5.– 7. sæti: Björk – 10.600
8. - 10. sæti: Baltasar Kormákur – 8.600
8. - 10. sæti: Bubbi Morthens – 8.600
8. - 10. sæti: Páll Óskar – 8.600
 
Topp tíu listinn yfir mest gúggluðu Íslendingana á Íslandi 2014:
1. sæti: Gunnar Nelson – 52.800
2. sæti: Hafþór Júlíus Björnsson – 10.500
3. sæti: Vigdís Finnbogadóttir – 8.600
4. sæti: Björk – 7.000
5.-6. sæti: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Arnaldur Indriðason – 5.800
7.-11. sæti: Ólafur Ragnar Grímsson, Baltasar Kormákur, Yrsa Sigurðardóttir, Leoncie og Bjarni Benediktsson – 4.700
 
Fréttina frá því í fyrra má lesa hér:
http://hn.is/blogg/2015/01/mest-guggludu-islendingarnir-arid-2014