1

Almannatengsl

12

Gæfusmiðurinn

Vörumerki, þjónusta, hugmyndir og fólk eru marghliða. Sumar hliðar sjást ekki vel í auglýsingum. Þá er máttur almannatengsla mikill. Vel unnin og athyglisverð frétt á réttum stað og tíma getur haft mikil áhrif.

Almannatengsl byggja sjaldnast upp vörumerki en geta verið nauðsynleg til að viðhalda þeim. Almannatengsl eru ekki spuni eða feluleikur. Þau útskýra aðalatriði án vífilengja eða tilbúnings og eru án gildishlaðinna skilaboða. 

Almannatengsl samhliða öðrum markaðsaðgerðum geta gert gæfumuninn þegar koma þarf skilaboðum á valinn hóp fólks.