1

Hönnun

12

Markaðsfólk í hönnun Hönnuðir í markaðssamskiptum

H:N er hönnunarstofa. Öll vinna okkar er sterkt lituð af hönnunarhugsun. Við erum markaðshugsandi í hönnun og hönnuðir í markaðssamskiptum. Við ræktum hæfileikann til að vinna skapandi hönnun úr okkar eigin reynslu og reynslu viðskiptavina okkar.

H:N lítur á sérhvern miðil sem einstakt tækifæri til að miðla skilaboðum og hafa áhrif á hegðun fólks og skoðanir. Hönnun okkar hefur áhrifaríka miðlun upplýsinga til neytenda að markmiði. Skapandi hönnun skapar frumkvæðisdrifin samskipti við viðskiptavini okkar og milli neytenda og markaðsvörunnar.

Fjöldi stórfyrirtækja, sum hver með sínar eigin auglýsingastofur, hafa fengið okkur til sín til að sjá um heildarhönnun vöru, verslunar og vörumerkis fyrir sig – ekkert hönnunarverkefni er of stórt og ekkert of lítið, því hönnun er hugsun; hönnunarhugsun, sem er drifkraftur allra okkar verka.

1