1

Rafræn skilríki Auðkenni

11

Smelltu til að spila

15

Smelltu til að spila

27

Smelltu til að spila

12

Metnaður
Að ná fram SKILNINGI markhópsins á því hvað rafræn skilríki (RS) eru, hvernig þau virka og áhrif þeirra. Að KYNNA RS fyrir almenningi og minnka mótstöðu gagnvart því að taka upp nýja tækni. Að SKAPA jákvæða ímynd um RS, upplýsa markhópinn um kosti RS og sannfæra markhópinn um öryggi þeirra.

Lausnir
Með því að nota sögulega frásögn í auglýsingunum sköpuðum við sterka og jákvæða upplifun af notkun skilríkjanna. Í fjölþættri og marglaga birtingaráætlun sendum við markviss skilaboð til ólíkra aldurshópa. Markaðinum var skipt upp í 5 markhópa og tryggð 85% dekkun hvers hóps fyrir sig.

Áhrif
Herferðin náði í gegn og skapaði hughrif sem hreyfðu markhópinn til aðgerða. "AdEval" mælingar sýndu að 55% aðila höfðu dýpri þekkingu á verkefninu og ennfremur að 40% fundu hvata til athafna eftir herferðina. Tæp 57% einstaklinga gátu nefnt einhverja þá þætti sem voru nefndir í auglýsingunum. Herferðin náði með sögufrásagnar-aðferðinni að beina sjónum almennings að eiginleikum skilríkjanna og notkunarmöguleikum.

26

28

19

1