1

Tímamót í sögu rafrænna skilríkja

11

Smelltu til að spila

15

Smelltu til að spila

12

Viðfangsefni

Rafræn skilríki auka ekki bara öryggi, þau spara tíma. Rafræn skilríki í síma hafa verið áhugaverður kostur í langan tíma en bið hefur verið á því að þjónustuveitendur tækju við sér. Hlutverk H:N Markaðssamskipta haustið 2014 var að tryggja kröftuga kynningu á rafrænum skilríkjum í síma og um leið einfalda og skýra framsetningu upplýsinga um rafræn skilríki.

Útfærsla

Ákveðið var að fara í umfangsmikla heimasíðuuppfærslu á audkenni.is sem H:N vann í árangursríku samráði við Auðkenni og veffyrirtækið Overcast. Því var fylgt á eftir með kraftmiklu kynningarstarfi, almannatengslavinnu, prentauglýsingum og netborðum.

Árangur

Nú þegar er ljóst að haustið 2014 mun marka tímamót í sögu Auðkennis og rafrænna skilríkja. Fjölmargir þjónustuveitendur hafa tekið við sér. Þeir hafa átta sig á því að Rafræn skilríki í síma eru framtíðin og allir hreinlega verða að vera með. Tugir þúsunda notenda er komnir með skilríkin og fleiri bætast sífellt við. Það er allt að gerast hjá Auðkenni, aðeins eitt lykilorð og ótal framtíðarmöguleikar!

 

15

17

20

16

24

28

1