1

Bleika Slaufan Fyrir allar konur

11

Smelltu til að spila

12

Herferðir okkar fyrir Bleiku slaufuna hafa jafnan verið bæði árvekniátak og fjáröflun. Markmið ársins 2013 var þríþætt:

Að hvetja konur til þess að vera meðvitaðar um hættur krabbameins og fara reglulega í skoðun. Að ná því að allt að 90% kvenna á aldrinum 16-75 ára hefðu vitneskju um átakið Bleika slaufan og að selja Bleikar slaufur til þess að fjármagna árvekniátakið og krabbameinsrannsóknir.

Fjórir þekktir einstaklingar komu fram í auglýsingunum og sögðu stuttlega frá því hvers vegna þeir vildu leggja Bleiku slaufunni lið. Samhliða voru birtar sjónvarpsauglýsingar frá árinu á undan þar sem 6 konur sögðu frá sinni eigin reynslu af því að greinast með krabbamein.

Vonum framar hefur tekist að ná settum markmiðum og ekki síst - halda kostnaði við árvekniátak Bleiku slaufunnar í lágmarki.

99

Flokkað undir:   Markaðssamskipti - Hönnun

16

19

18

22

28

1