1

Ég vil gefa! SÍBS

12

„Ég vil gefa” - var yfirskrift átaks sem hvatti til samræðna um mikilvægi líffæragjafar. Markmiðið var sáraeinfalt: Að fá sem flesta til að segja sínum nánustu að þeir vilji gerast líffæragjafar eftir sinn dag. Of oft sitja ástvinir uppi með það erfiða hlutverk að taka slíka ákvörðun í skugga nýorðins áfalls.

Á Facebook-síðu SÍBS var hægt að deila skilaboðunum og hvetja aðra til að gefa. Sérstakur teljari á Facebook-síðunni uppfærðist reglulega þegar fleiri bættust í hóp þeirra sem dreifðu efninu.

SÍBS hefur lengi barist fyrir því að lögum um líffæragjafir verði breytt. Í dag er enginn líffæragjafi nema að viðkomandi hafi tekið það sérstaklega fram (ætluð neitun) andstætt því sem þekkist víða í Evrópu þar sem allir eru líffæragjafar eftir sinn dag nema þeir hafi tekið annað fram (ætlað samþykki).

Átakið vakti mikla athygli og hátt í 2000 manns deildu efninu áfram og hvöttu til samræðna um líffæragjafir. Það er nóg að segja ástvini hvort maður vilji gerast líffæragjafi eftir sinn dag. Það þarf enga sérstaka skriffinnsku til. Vilt þú gefa?

1