1

Ekki horfa hjálpaðu

11

Smelltu til að spila

15

Smelltu til að spila

27

Smelltu til að spila

12

Er Facebook griðarstaður til að gleyma sér yfir kisuvideóum, myndum af morgunmat vina sinna og einstaka tilvitnunum í Nikola Tesla eða Winston Churcill? Eru samfélagsmiðlar fyrst og fremst skemmtistaður til þess að hafa ofan af fyrir okkur þegar við lítum undan frá vinnu eða daglegu lífi?

Dæmi eru um að fólk reiðist yfir því þegar aðrir deila myndum af stríðsátökum eða neyð af öðru tagi. Það er erfitt að horfa upp á fólk í neyð (hvað þá börn) og það er því eðlilegt að spyrja sig hvort að slíkar birtingar eigi ekki heima á samfélagsmiðlum.

Það er bara mannlegt að vilja verja sig fyrir hörmungum sem eiga sér stað á hverjum degi. Neyðin er víða og við getum ekki tekið allt inn á okkur. Getur verið að við séum búin að byggja upp sterkt ónæmi gagnvart neyð og hörmungum?

Í þessari herferð sem við unnum með Unicef vorum við að reyna að nálgast þetta vandamál og settum fram einfalda fullyrðingu þess efnis að það sé í lagi að horfa ekki.

En það er ekki í lagi að hjálpa ekki.

Við reynum að sýna öllum virðingu. Þeim sem vilja ekki sjá óhugnarlegar myndir og ekki síður þeim, sem búa við neyðina.

 

 

15

28

15

1