1

HN ný ásýnd

11

Smelltu til að spila

12

Við segjum gjarnan við viðskiptavini okkar að þeir sem stýra ekki ásýnd fyrirtækis síns, láta samfélagið stýra því fyrir sig. Við látum það auðvitað ekki henda okkur.

Í hröðum og síbreytilegum heimi nýmiðla er stöðug þörf á að styrkja þau skilaboð sem fyrirtæki senda út markaðinn. Þeir sem stýra ásýnd fjölda fyrirtækja þurfa auðvitað að ganga á undan með góðu fordæmi. Þess vegna fórum við árið 2013 í kröftuga umbreytingu á ásýnd H:N Markaðssamskipta.

Við slepptum sköpunargleðinni lausri  og breyttum ásýnd H:N, frá þeirri stílsterku og fáguðu yfir í kraftmikla, litríka og dýnamíska ásýnd sem endurspeglaði margbreytilega samskiptamöguleika nútíma samfélagsmiðla.

Allt var hugsað frá grunni, jafnt nafnspjöld sem húsið að Bankastræti 9. Viðtökurnar hafa verið frábærar og nú fangar útlit hússins athygli gangandi vegfarandi, aðkoman vekur forvitni gesta, kraftur útsendiefnisins eykur löngun volgra viðskiptavina og nýi vefurinn hvetur innri og ytri viðskiptavini til athafna.

Við erum svo ánægð að við erum eiginlega að springa úr forvitni að vita hvað þér finnst!

25

17

29

23

16

18

1