1

11

Smelltu til að spila

15

Smelltu til að spila

27

Smelltu til að spila

28

Smelltu til að spila

12

Honda CR-V hefur um langa hríð verið mest seldi bíllinn í sínum flokki á Íslandi. Árið 2013 sló hann svo rækilega í gegn, enda valinn 4x4 bíll ársins af einu virtasta bílatímariti í heimi. Bíllinn sannaði sig en hvernig gátum við sannfært þá sem sjá ótal sambærilegar bílaauglýsingar í viku hverri um ágæti hans?

Við spurðum okkur: Hvers vegna fékk bíllinn ein virtustu bílaverðlaun í heimi? Hann er sparneytinn á góðu verði og skartar úthugsuðu og auðbreytanlegu innanrými sem fær einróma lof. Hann er hlaðinn glæsilegum tæknibúnaði og fær fimm stjörnur í öllum öryggisprófunum. Engu að síður, þegar við veltum því betur fyrir okkur, þá komumst við að því að það er ekki einhver ein ástæða fyrir því að ökumenn elska jeppann, ekki eitthvað eitt sem skiptir máli, það er allt!

Þess vegna buðum við bílaunnendum að skoða eiginleika bílsins nánar og íhuga alla möguleikana. Við buðum þeim að leggja alla kosti bílsins saman og Horfa á heildarmyndina. Því það er sama hversu algjörlega við föllum fyrir fegurð og hagkvæmni, þegar við kaupum bíl þá sköpuðum við okkur mynd af öllum eiginleikunum hans í einhvers konar heild og berum saman við aðra bíla. Í þeim samanburði kemur styrkur Honda CR-V skýrt í ljós.

1