1

Ísland er með'etta - 2013

11

Smelltu til að spila

12

Gerum Íslendinga að túristum heima

Herferðin „Ísland er með‘etta“ er þriggja ára verkefni sem var á öðru ári árið 2013. Vel tókst til árið 2012 að hafa áhrif á ferðahegðun Íslendinga. Hærra hlutfall Íslendinga segjast nú ætla að ferðast innanlands en áður. Næsta skref var því að festa áhrifarík samskipti við íslenska ferðamenn í sessi og styrkja þau enn frekar.

Í stað þess að byggja kynningu verkefnisins upp í kringum nokkra auglýsingatoppa lögðum við aukna áherslu á lifandi birtingu efnis á vefsvæðinu islandermedetta.is og á Facebook - efni sem var allt í senn skemmtilegt, fræðandi og hvetjandi til ferðalaga.

Við keyrðum upp nýju Facebook-síðuna með vel heppnaðri leikjasyrpu allt árið í kring, þar sem Íslendingar voru hvattir til að segja frá sínum draumastað á Íslandi og styrktum um leið tengslin við aðila í ferðaiðnaði, sem hafa hannað eftirsóknarverðar lausnir á sviði ferðamennsku.

16

16

19

16

29

1