1

Lifandi markaður Endurmörkun

11

Smelltu til að spila

12

Ný ásýnd fyrir Lifandi markað

Og svo komu þeir til okkar frá Lifandi markaði og báðu okkur um lifandi endurmörkun. Ekki málið. Fyrir líflegt og skapandi fyrirtæki eins og Lifandi markað skiptir tilfinningin mestu um sköpun ímyndarinnar. Við settum okkur því það markmið að skapa ásýnd sem skæri sig úr, jafnvel á smæstu ímyndarhlutum, eins og nafnspjöldum. Svo afgerandi ásýnd að hún væri aðgreinanlega frá öllum samkeppnisaðilum en samt auðþekkjanleg sem ímynd lífrænnar vöru.

Gætum við kallað það ímyndarbúst eða ásýndarþrumu? Nei, það væri líklega of langt gengið. Við létum þó einskis ófreistað til að skapa minnisstætt og afgerandi vörumerki. Allt var tekið í gegn að utan sem innan, í verslun sem og á samfélagsmiðlum, interneti, í prenti og í útsendiefni.

Hugmyndin um öflugan sýnileika var útfærð í smáatriðum á markaði og smám saman fæddist nýtt vörumerki með fallegan og sterkan persónuleika sem á örugglega eftir að lifa vel og lengi ... enda nærist það á „vegan“, chia graut og þeyttum djús - stútfullt af krafti!

99

Flokkað undir:   Hönnun

22

19

18

29

21

24

18

21

16

24

1