1

Katla Profitt

11

Smelltu til að spila

12

Profitt fæðubótarefni frá Kötlu er eina íslenska próteinduftið á markaðnum en það er í harðri samkeppni við haug af þekktum alþjóðlegum fæðubótarefnum. Hvernig á Katla, sem er lítið fyrirtæki í samanburði við þau erlendu, að keppa við fyrirtæki sem hafa yfirburða sýnileika í "költ-blöðum" og á dýrari miðlum?

Erlendu aðilarnir verða ekki sigraðir í sýnileika í dýrari miðlum. Við fórum því saman í víðtækar markaðsaðgerðir á nýmiðlum, samfélagsmiðlum og í almannatengslum. Herferðin beindist að fjölmörgum skýrt aðgreindum markaðshópum sem unnið var með, eftir eðli og aðstæðum.

Á öllum miðlum var unnið með þá staðreynd að íslenski markaðurinn gerir kröfur um hreinleika. Profitt er án allra e-efna og inniheldur hvorki gervisætu né litarefni. Það er meðal annars á lista Tryggingastofnunnar yfir fæðubótarefni sem stofnunin greiðir niður fyrir sjúklinga og sjúkrastofnanir. 

Profitt heldur sínu á markaði sem góður kostur fyrir alla þá sem leita að sannarlega hreinu heilsuefni.

99

Flokkað undir:   Hönnun - Nýmiðlun - Almannatengsl

15

17

25

20

1