1

11

Smelltu til að spila

12

Styrkjum hjartaþræðina

Hjartaheill, sem er eitt aðildarfélaga SÍBS, hratt af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki. Átakið bar yfirskriftina Styrkjum hjartaþræðina og merki átaksins var handþrætt af hönnuði merkisins og svokallað "stop-motion" myndband unnið á meðan þræðingunni stóð.

Útkoman varð svo auglýsingin sjálf. Merkið er táknrænt fyrir þá þræði sem liggja á milli manna og fyrir aðgerðirnar sem hafa bjargað fleiri mannslífum og aukið lífsgæði fleiri en tölu verður á kastað.

Í lok árs 2013 voru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu sem er algerlega óviðunandi ástand og skýrist alfarið af úreltum tækjakosti. Biðlað var til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar með þrennum hætti: Greiða valgreiðslu í heimabanka, innhringingu í styrktarsíma og framlagi á reikning söfnunarinnar.

27

21

18

15

1