1

11

Smelltu til að spila

12

H:N hannaði merki og vann heildarmörkun fyrir nýjan og spennandi veitingastað í hjarta miðborgarinnar á Laugavegi 28. 

Staðurinn hefur fengið nafnið Sumac Grill + drinks - sem kann að hljóma óvenjulega í eyrum sumra, enda staðurinn undir áhrifum frá Líbanon, Marokkó og Miðausturlöndunum í mat og drykk. 

Fyrir þá sem hafa gaman af að slá um sig er snjallt að leggja á minnið að nafnið Sumac er heiti á smátré, úr ættkvísl Rush, sem gefur af sér súr ber sem eru þurrkuð og notuð sem krydd.

Og bónusstigið: Plantan vex líka í Austur-Asíu, Afríku og Norður-Ameríku. 

Við hjá H:N döfnum hins vegar í Ingólfsstrætinu og hlökkum mikið til exotic sælkeraveislu á Sumac.

17

1