1

Skýrt merki um fagmennsku

12

Vakinn - kynning gæðastimpils í vaxandi iðnaði

Aðilar í ferðaþjónustu á Íslandi höfðu í mörg ár rætt sín á milli um nauðsyn á samræmdu gæðakerfi sem myndi henta fyrir allar greinar í ferðaþjónustu á Íslandi. Árið 2008  fól því Iðnaðarráðuneytið Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að gerð slíks kerfis. 

Vakinn er verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð.

H:N fékk það verkefni að kynna Vakann fyrir íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvetja þau til þess að sækja um úttekt og óska skráningar. Annar fasi verkefnisins, sem er í raun ekki hafinn, er að kynna merkið fyrir erlendum ferðamönnum, svo þeir muni smátt og smátt læra að þekkja Vakann sem merki um fagmennsku, ábyrgð og góða þjónustu.

 

99

20

27

26

26

20

24

1