merki hn sagan

HN merkið – sagan

Á meðfylgjandi mynd má sjá mismunandi uppfærslur á lógói stofunnar í nokkrum mismunandi birtingarmyndum í gegnum tímans rás.

H:N barst ansi skemmtileg fyrirspurn hér á Facebook í vikunni þar sem Einar Ben frá Tjarnargatan spurði um söguna á bak við nafnið H:N Markaðssamskipti og viljum við með glöðu geði deila henni með ykkur og Einari.

Eftir mikla hugmyndavinnu varðandi nafnið kom þeim sjö stofnendum stofunnar saman um nafn sem var bæði létt og leikandi og vísaði til nútímalegra vinnubragða, snjallra lausna og sneggri þjónustu. Nafnið var Hér&Nú auglýsingastofa. Þetta var í janúar árið 1990 og geta glöggir stærðfræðingar reiknað út að snemma á næsta ári fagnar stofan 25 ára afmæli - geri aðrir betur.

Á þessum tíma hefur stofan gengið í gegnum nokkrar breytingar á lógói og einnig nafnabreytingu. Hún kom aðallega til vegna slúðurtímaritsins Hér&Nú og þess ruglings sem oft myndaðist meðal almennings. Þetta var árið 2005 og var ekki óalgengt að við fengjum símtöl varðandi nýjasta slúðrið, sama hvað klukkan sló. Því var nafninu breytt í H:N Markaðssamskipti með tilvísun í upprunalega nafnið og hefur það haldist síðan. Símtölunum varðandi slúðrið fækkaði til muna eftir að blaðið lagði upp laupana en erum þó enn að fá símtöl um allskonar innréttingar og vísum við þeim fyrirspurnum með glöðu yfir til vina okkar hjá Hér og Nú innréttingum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá mismunandi uppfærslur á lógói stofunnar í nokkrum mismunandi birtingarmyndum í gegnum tímans rás.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.