Lumbersexúal

Lumbersexúal­maðurinn

Metrósexúalmaðurinn er löngu búinn að vera og í hans stað er kominn Lumbersexúalmaðurinn. Þessu heldur blaðamaðurinn Tom Puzak fram.

Eins og fram kom á Facebooksíðu H:N fyrir skömmu átti Spornósexúalmaðurinn að hafa tekið við af Metrósexúalmanninum fyrir skömmu en sá síðar nefndi hafði lifað góðu lífi í ein tuttugu ár. Samkvæmt skilgreiningunni er Spornósexúalmaðurinn afskaplega upptekinn af stinnum og stæltum líkama sínum og tekur "selfies" í gríð og erg.

Puzan, sem skrifar á síðuna GearJunkies, er ekki sammála þessu en hann heldur því fram að Lumbersexúalmaðurinn hafi tekið við af Metrósexúalmanninum. Sá klæðist gjarnan flauelsbuxum, peysu, vesti, húfu og fallegum skóm. Einkennismerki hans er samt alltaf köflótt skyrta í anda skógarhöggsmanna og helsta fyrirmyndin er Íslandsvinurinn Ryan Gosling.

Starfsfólk H:N kannast nú eitthvað við lýsinguna á Lumbersexúalmanninum því klæðaburður hans Eðvarðs okkar Atla Birgissonar þykir um margt minna á manninn í skóginum - eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Það hefur þó reynst okkur þrautin þyngri að þýða nafnið á Lumbersexúalmanninum en ef þið eruð með tillögu megið þið endilega láta okkur vita í kommenti hér að neðan.

http://gearjunkie.com/the-rise-of-the-lumbersexual

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.