Marsala pantone

Marsala – Litur ársins 2015

Ryðrauður litur sem ber nafnið Pantone 18-1438 Marsala hefur verið valinn litur ársins 2015 hjá litafyrirtækinu Pantone. Samkvæmt sérfræðingum fyrirtækisins er Marsala-liturinn „ríkur og karaktermikill“ en jafnframt „smekkvís með flókinni fágun“ - hvað sem það svo þýðir.

Ekki eru þó allir á eitt sáttir við nýja litinn. Á netinu hefur fólk meðal annars sagt að hann líkist einna helst blóðbletti í teppi hjá mafíuforingja, tómatsósu á eldgömlum hamborgara, ælu, barnakúk, mygluðum jarðaberjum og svo mætti lengi telja.

Marsala tekur við af litnum Pantone 18-3224 Radiant Orchid sem var valinn litur ársins 2014 hjá Pantone. Eldri liti ársins má sjá hér að neðan.

  • Pantone 18-1438 Marsala (2015)
  • Pantone 18-3224 Radiant Orchid (2014)
  • Pantone 17-5641 Emerald (2013)
  • Pantone 17-1463 Tangerine Tango (2012)
  • Pantone 18-2120 Honeysuckle (2011)
  • Pantone 15-5519 Turquoise (2010)
  • Pantone 14-0848 Mimosa (2009)
  • Pantone 18-3943 Blue Iris (2008)
  • Pantone 19-1557 Chili Pepper (2007)

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.