Merking merkjanna

Merking merkjanna

Hefur þú einhvern tímann pælt í því af hverju IKEA heitir IKEA og Starbucks heitir Starbucks? Ef svo er þá erum við með svarið.

Adidas: Nafn fyrirtækisins er fengið frá þýskum stofnanda þess, Adolf Dassler sem var oftast kallaður Adi. Nafnið er því samsett úr gælunafni hans og fyrstu þremur stöfunum í eftirnafni hans.

Adobe: Adobe er á sem rann bak við hús eins stofnanda fyrirtækisins, John Warnock. Stundum er nefnilega óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn þegar kemur að nafngiftum.

Amazon: Jeff Bezos, stofnandi netsölufyrirtækisins vinsæla vildi að nafn þess myndi byrja á stafnum „A“ svo að það myndi birtast snemma í stafrófsupptalningum. Eftir margar flettingar í orðabók sætti hann sig við Amazon þar sem hann áleit ána þá stærstu í heimi en hann óskaði þess sama fyrir sitt fyrirtæki. Ansi sannspár og sniðugur hann Jeff.

Coca Cola: Coca lauf og Kola hnetur eru innihald í drykknum brúna og ákvað maðurinn á bakvið Coca Cola, John S. Pemberton að breyta K-inu í Kola yfir í C til að láta nafnið líta betur út.

IKEA: Ingvar Kamprad, stofnandi húsgagnarisans sænska, var ekki að flækja þetta þegar hann fann upp á nafninu. I og K eru upphafsstafirnir í nafninu hans og E og A koma frá sveitabænum sem hann ólst upp á (Elmtaryd) og heimabæ hans (Agunnaryd).

Nokia: Fyrirtækið hóf störf sem viðarkvoðumilla árið 1865 og fór síðan að framleiða gúmmí í finnsku borginni Nokia.

Pepsi: Fyrirtækið er nefnt eftir meltingarensíminu Pepsin þar sem drykkurinn var upphaflega ætlaður til að bæta meltinguna.

Starbucks: Starbuck er persóna í bókinni Moby Dick eftir Herman Melville og dregur fyrirtækið nafn sitt af honum.

Wendy’s: Wendy er gælunafn dóttur stofnandans, Dave Thomas.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.