Google mynd 2014

Mest gúggluðu Íslendingarnir árið 2014

Nú er árið að renna sitt skeið og því upplagt að telja upp mest gúggluðu Íslendingana árið 2014. Við hjá H:N tókum okkur það bessaleyfi að velja 30 einstaklinga sem hafa verið áberandi í fréttum á árinu og eru niðurstöðurnar heldur betur sláandi. Hér er topp 11 listinn og fást tölurnar með því að margfalda meðalfjölda á mánuði með tólf.

  • 1. sæti: Gunnar Nelson – 52.800
  • 2. sæti: Hafþór Júlíus Björnsson – 10.500
  • 3. sæti: Vigdís Finnbogadóttir – 8.600
  • 4. sæti: Björk – 7.000
  • 5.-6. sæti: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Arnaldur Indriðason – 5.800
  • 7.-11. sæti: Ólafur Ragnar Grímsson, Baltasar Kormákur, Yrsa Sigurðardóttir, Leoncie og Bjarni Benediktsson – 4.700

Bardagakappinn Gunnar Nelson trónir því yfir keppinautum sínum og hlýtur þennan eftirsótta heiður með hvorki meira né minna en um 52.800 gúggl á árinu. Þótt Nelson geti ekki verið kosinn íþróttamaður ársins þá getum við svo sannarlega veitt honum titilinn gúggl-maður ársins 2014.

Á næstu dögum munum við halda áfram að lista upp skemmtilegar staðreyndir af leitarvélinni góðu svo það er um að gera að fylgjast með.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.