Rafskinna

Rafskinna

Rafskinnu kannast heldri menn og konur eflaust við en það var rafknúin auglýsingabók sem komið var upp í miðbæ Reykjavíkur á jólaföstu og á páskum. Stóð það yfir frá árunum 1933 til 1958 og var bókin staðsett í skemmuglugga í Austurstræti, nánar tiltekið í húsakynnum milli verslunar Haralds Árnasonar og Hressingarskálans. Við blasti stærðarinnar bók sem var gædd þeim töfrum að geta flett sínum eigin blöðum. Þótti það afar merkilegt á sínum tíma og laðaði að bæði forvitin börn og fullorðna.

Rafskinnunni var ætlað að vera auglýsingatæki og hannað að franskri fyrirmynd af Gunnari Bachmann, símritara. Á hverri opnu í Rafskinnu voru tvær myndir og samtals allt að 64 auglýsingamyndir. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon teiknuðu myndirnar, en Gunnar seldi bönkum og ýmsum stærri fyrirtækjum í Reykjavík auglýsingar í bókina. Auglýsingarnar vour oft á tíðum ansi hnyttnar og grípandi og ættu eflaust vel við enn þann dag í dag.

Sú tækni að hafa hreyfanlegar auglýsingar þótti mikið furðuverk á þessum tíma og voru svokallaðar Kaffikerlingar þar engin undantekning. Þær voru á vegum O. Johnson & Kaaber og voru þrjár kerlingar sem hreyfðu kaffibollana sína fram og til baka.

Því miður eru kaffikerlingarnar þrjár og Rafskinnan sjálf nú löngu týnd en árið 2013 voru teiknuðu auglýsingar þeirra Tryggva og Jóns til sýnis í Gallerí Fold. Það má því segja að Rafskinna hafi verið fyrirmyndin að rafrænum auglýsingaskiltum hér á landi og standist því tímans tönn.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.