Simpsons-gulur

Simpsons-gulur

Þættirnir um Simpsons eru bestu sjónvarpsþættir sögunnar. Um það efast enginn. Íbúar Springfield hafa glatt okkur í aldarfjórðung en fyrsti þátturinn var frumsýndur þann 17. desmber árið 1989, sem gerir þá að langlífustu sjónvarpsþáttum í amerísku sjónvarpi.

Eitt af því sem vakti strax athygli í þáttunum (af mörgu er samt að taka) er guli liturinn sem flestar persónurnar í þáttunum skarta. Liturinn hefur enda verið eitt helsta einkennismerki þáttanna frá því þeir litu fyrst dagsins ljós. Gyorgyi Peluce heitir maðurinn sem lagði til að liturinn yrði notaður.

Matt Groening, höfundur þáttanna, hefur meðal annars lýst því í viðtölum að guli liturinn hafi orðið fyrir valinu þar sem hann hafi viljað breyta út af vananum frá hinum hefðbundnu teiknimyndalitum.

„Um leið og ég sá litinn sagði ég: „Þetta er lausnin!“ Ástæðan er sú að þegar þú ert að flakka á milli sjónvarpsstöðva og sérð glitta í gula litinn veistu strax að þú ert að horfa á Simpsons,“ sagði Groening.

Það er óhætt að segja að Gyorgyi Peluce hafi haft töluvert mikil áhrif á Simpsons-þættina með litavali sínu en í allt kom hann að gerð 55 þátta. Hann gerði þó mistök í þættinum Homer's Oddyssey, 3. þætti af fyrstu seríu. Það var í fyrsta sinn sem Mr. Smithers, aðstoðarmaður Mr. Burns, leit dagsins ljós. Í þeim þætti var hann þeldökkur og með blátt hár - ólíkt því sem höfundarnir höfðu hugsað. Í næsta þætti á eftir var búið að breyta honum. Aðstoðarmaðurinn varð gulur og bláa hárið brúnt.

Simpsons-gulur hefur breyst nokkuð frá því að hann kom fyrst fram – ekki síst með aukinni stafrænni tækni. En Simpsons-gulur er engu að síður orðinn staðlaður litur - með sinn eigin litakóða. Í Pantone-litakóðanum er hann númer 116 c, í RGB er það 254,203,0 og í HEX-kóðanum FECB00. Eins og gefur að skilja eru fleiri litastaðlar í Springfield – sem dæmi má nefna eiga buxurnar hans Hómers líka sinn kóða, Pantone 284 c, RGB 106,173,228 og 6AADE4 í HEX-kóðanum.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.