Hissa cover

Uppgerðar­undrun er hið nýja „duckface“

Duckface er svo 2014. Þrýstnar varir og seiðandi augnaráð með dassi af kynþokka skóku samfélagsmiðlana ekki fyrir svo löngu en nú eru aðrir tímar. Uppgerðarundrunin hefur tekið við og er að sjálfsögðu andstæðan við duckface-ið.

Við myndun uppgerðarundrunar eru augun opin upp á gátt, eins mikið og hægt er. Lúkkið er síðan fullkomnað með hálfopnum en brosandi munnsvip. Þú þekkir líklega þennan svip. Ímyndaðu þér til dæmis þá sem heyrðu um endalok The Charlies og urðu rosalega hissa en samt ískyggilega skemmt.

Kostir uppgerðarundrunarinnar eru margir:

  • Að opna augun það mikið að þér finnst þau hreinlega vera að poppa út úr augntóftunum lætur þau óneitanlega virðast stærri.
  • Þú getur brosað án þess að andlitið virðist hrukkótt.
  • Opinn munnur lætur varir þínar einnig virðast stærri. Engin þörf á bótox.
  • Að vera með opinn munninn lengir andlit þitt sem gerir það óneitanlega grennra. Undirhakan heyrir sögunni til.

Við hjá H:N tökum þessari tískubólu fagnandi og gefum hér nokkur dæmi um notkun uppgerðarundrunarinnar. Dæmi nú hver um sig hvort vel hafi tekist til.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.