Bomb

Atlantsolía og Fiskikóngurinn í stríði

Það er líklega ekki mikið sjálfshól að halda því fram að nýlegar deilur athafnamannsins Kristjáns Bergs, eða Fiskikóngsins eins og við erum vön að kalla hann, og fyrirtækisins Atlantsolíu hafið vakið heilmikla athygli.

Deilan fór helst fram í útvarpi og hófst á því að sá fyrrnefndi kvartaði sáran undan því að olíufyrirtækið væri að stela af sér útvarpsauglýsingum. Atlantsolía svaraði þá fullum hálsi og þá var fjandinn laus. Deilan náði hámarki þegar einn auglýsingatími útvarpsins var nánast teppalagður af auglýsingum þar sem klögumál og stríðni gekk á víxl. Alls voru 10 auglýsingar birtar í röð þar sem háðið varð stöðugt beittara og grínið súrara.

Hér voru þó engar tilviljanir á ferðinni heldur var þetta skipulögð herferð þar sem báðir aðilar lögðu saman í púkk og útkoman varð skemmtilegt uppbrot í hefðbundið auglýsingalandslag. Það var athyglisvert fyrir okkur sem unnum þessa herferð að verða vitni að viðbrögðunum. Flestir höfðu smekki fyrir gríninu og létu vel að þessu á samfélagsmiðlum.

Sumir virtust ekki skilja að hér væri grín á ferðinni og trúðu því virkilega að illt blóð væri á milli aðilanna:

Atlantsolía Fiskikóngurinn

Svo var þó alls ekki og flestir voru jákvæðir gagnvart þessum gjörningi og sáu í gegnum grínið:

Atlantsolía Fiskikóngurinn

Atlantsolía Fiskikóngurinn

Atlantsolía Fiskikóngurinn

Deilurnar vöktu athygli fjölmiðlamanna; visir.is fjallaði um málið og forkólfar fyrirtækjanna voru boðaðir í viðtal þar sem þeir ítrekuðu að allt væri í góðu sín á milli og allt hefði þetta verið í gamni gert.

Atlantsolía Fiskikóngurinn

Það er alltaf gleðiefni þegar herferðir vekja athygli og þessi tiltekna herferð er góð áminning um það að markaðsfólk þarf stöðugt að leita nýrra leiða til þess að ná athygli og eftirtekt.

Við skemmtum okkur konunglega við framleiðsluna. Takk Atlantsolía og Fiskikóngur.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.