Bankastrætisvísitalan

Bankastrætis­vísitalan snýr aftur

Bankastrætisvísitalan sem allir hafa beðið eftir var að detta í húsi. Eftir dágóða uppsveiflu ársins í fyrra, með EM í knattspyrnu og viðvarandi sólskini, er eðlilegt að hún taki smá dýfu. En blússandi líf núna þegar við flytjum ykkur nýjustu trendin úr miðbænum!

Rigningin í júní dregur fram skemmtilega týpulega hluti eins og regnhlífar sem svo aftur gefa Bankastrætinu ákveðið look. Svolítið eins og við séum loksins að meina það að við séum borg í Evrópu.

Sama má segja um reiðhjólin og týpurnar á þeim. Spandex og rándýrir race-rar eru á undanhaldi og áreynslulausi hjólamaðurinn með bögglaberann mættur á götuna. Hér er samt enn þá blússandi týpuálag, engar áhyggjur. Nóg til. Listaspírurnar okkar blómstra sem aldrei fyrr og við höldum með þeim.

Eitt sem er ekki geggjað: Túristagildrur í formi skilta. Mökkljótt og dregur töluna verulega niður.

Þangað til næst - fylgist með nýjasta trendinu í bænum - gleðilegt sumar kæru vinir!

Bankastrætisvísitalan

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.