David Bowie

Dauða Bowies mótmælt

Aðdáendur David Bowie hafa margir hverjir ekki borið sitt barr eftir að fréttir um andlát hans bárust í byrjun síðustu viku. Enda hafa þeir ekki setið auðum höndum á þeim stuttta tíma sem liðinn er frá því að hann lést og hafa bókstaflega keppst við að minnast listamannsins á ýmsa vegu.

Fjölmargar áskoranir hafa hafa verið settar í gang á netinu þar sem þess er óskað að minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti. Til að mynda hafa hátt í ellefu þúsund manns krafist þess að Bowie prýði nýjan, breskan 20 punda seðil. Sjö þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að andlit söngvarans verði sett á nýtt frímerki. Hátt í átta þúsund manns krefjast þess að plánetan Mars verði skírð í höfuðið á Bowie og ef það gengur ekki eftir þá hafa nánast jafn margir sett fram þá ósk að næsta stjarna sem finnist fái nafn hans.

Tvær af athyglisverðustu áskorunum sem tengjast David Bowie um þessar mundir eru þó líklega þær sem snúa að Kanye West og sjálfum Guði almáttugum. Þannig hafa um átta þúsund manns skorað á Kanye West að hljóðrita ekki sínar útgáfur af lögum Bowies. Flestar undirskriftir er þó að finna undir áskorun þar sem dauða Bowies er einfaldlega harðlega mótmælt.

Sú áskorun er stíluð til Guðs, eða til þess er málið varðar. Hér má skrifa undir áskorunina!

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.