Ljótur litur

Fundu ljótasta lit í heimi

Leðjubrúni liturinn Opaque Couché hefur verið valinn ljótasti litur í heimi. Þetta er niðurstaða markaðsrannsóknarfyrirtækisins GfK.

Sérfræðingar GfK báru fjölda lita undir þúsund manna hóp reykingarfólks í von um að finna þann lit sem hafði neikvæðustu áhrifin. Eftir þriggja mánaða yfirlegu varð liturinn Opaque Couché fyrir valinu en hann er hefur Pantone númerið 448C. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er um leðjubrúnan lit að ræða.

GfK vann að verkefninu fyrir áströlsku ríkisstjórnina sem vildi komast að því hvaða litur hefði neikvæðustu áhrifin á reykingarfólk og nú bera sígarettupakkar í Ástralíu þennan leðjubrúna lit auk hefðbundinna límmiða sem vara við skaðsemi reykinga. Samkvæmt rannsókninni voru aðrir litir sem höfðu einnig neikvæð áhrif á reykingafólk þar á meðal limegrænn, drapplitaður, hvítur, sinnepsgulur og dökkgrár.

Þessar nýi litur virðist hafa tilætluð áhrif því frá því að sígarettupakkarnir fóru að bera þennan lit í Ástralíu hefur dregið úr sölu þeirra og nú eru önnur lönd að íhuga að fara sömu leið, þar á meðal Frakkland, Írland og Bretland.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.