Birgir Þór og Birgir Freyr

Hafið þið hitt nýju Biggana okkar?

Tveir nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá H:N Markaðssamskiptum og þeir heita báðir Birgir. Annar byrjaði aðeins á undan hinum og hinn síðar. Þannig vilja hlutirnir oft æxlast.

Biggi vol. 1 

Birgir Þór Harðarson

Birgir Þór Harðarson er kominn inn sem framleiðslustjóri H:N! Hann er algjör sprengja sem kann á allt internetið og allt skipulagið, plús allt hitt. Hann er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, sem hann notar óspart á alla kanta.

Biggi er einn stofnenda Kjarnans, þar sem hann starfaði sem vefstjóri um fjögurra ára skeið. Þar áður var hann bæði umbrotsmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu.

Eins og þetta sé ekki nógu sturlað að þá er Biggi áberandi mikill áhugamaður um Formúlu 1. Algjörlega ótengd staðreynd: Minnstu mátti muna að Biggi yrði mjög frægur lang-sundsmaður. Blessunarlega fór ekki svo og við erum himinlifandi með þessa viðbót í Bankastrætið.

Biggi vol. 2 

Birgir Freyr Stefánsson

Birgir Freyr Stefánsson er okkar allra nýjasta uppfærsla. Hann er ljúka við BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í þessum skrifuðu. Hann vann áður hjá framleiðslufyrirtækinu Motive Production.

Samhliða því að hafa áhuga á körfubolta, útivist og líkamsrækt skutlar hann sér í aðra beisik hluti eins og að negla sér inn í topp 10 hópinn í Gullegginu síðasta haust með hugmyndina Roller Coaster. Biggi 2.0 er sumsé líka allur í að ætla að þeyta ferðamönnum um helstu náttúruperlur Íslands í gegnum sýndarveruleika.  Biggi 2.0 er kúl.

Við erum öll æðislega kát með að hafa fjölgað Biggum á H:N undanfarið og hvetjum aðra Bigga til að sækja um (sjá niðri). 

Við stefnum á að verða með stærstu og veglegustu Bigga-deildina á landinu fyrir árslok! ÁFRAM BIGGAR! 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.