Maneki-neko heppni japan

Heimsins heppnustu þjóðir 🍀

Við áramót er hefð fyrir því að líta yfir farinn veg, rifja upp hápunkta liðinnar tíðar og bera þá saman við hápunkta vina og ættingja. Sumir hafa verið heppnari en aðrir og sumir reiða sig á lukkudísirnar að árið 2018 verði nú besta árið til þessa.

Okkur datt þess vegna í hug að kanna hverjar eru heppnustu þjóðir í heimi. Í óvísindalegri úttekt okkar hérna á H:N yfir heppnustu þjóðir í heimi komumst við að því að Ísland er næst heppnasta þjóð í heimi á eftir Japan.

Japanir binda oftar en ekki heppni sína við veifandi ketti í búðargluggum. Íslendingar hafa hins vegar útskýrt velgengni sína undanfarin ár með vísun í upphitaðar knattspyrnuhallir, makríl og sívaxandi túristastraum. Hér að neðan má lesa um þau lönd sem skipuðu efstu sætin í úttektinni.

#1 Japan 🇯🇵

Það hafa allir séð happagrip Japana veifa til sín úr búðagluggum á ferðum erlendis. Gyllti (og svolítið krípí) kötturinn, sem Japanir þekkja sem „Maneki-Neko“, á að laða að sér lukku eigandans.

#2 Ísland 🇮🇸

Hvort sem það eru yfirbyggðir og upphitaðir fótboltavellir, gjöful fiskimið, nábýli við náttúruöflin eða hvað, þá virðast Íslendingar vera einstaklega heppin þjóð.

#3 Bandaríkin* 🇺🇸

Bandaríkin eiga heimsmet í stærsta lottóvinningi í heimi - einir 1,5 milljarðar Bandaríkjadala – sem skiptast á milli þriggja vinningshafa. Hver og einn vann þess vegna 530 milljónir dollara (sem nemur um 56 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi dagsins í dag).

*Enginn Trump-stuðull fylgdi úttektinni.

#4 Breltand 🇬🇧

Þrátt fyrir grámyglulegt veðurfar eru Bretar ofarlega á lista. Ekkert land á jafn marga sigurvegara í samkeppnum, hvort sem það er í íþróttum eða sjónvarpi (þegar miðað er við höfðatölu).

#5 Ítalía 🇮🇹

Ítalir fundu upp pítsuna og pasta. Það út af fyrir sig er mjög heppilegt.

#6 Þýskaland 🇩🇪

Í Þýskalandi eru svín oft talin færa mikla lukku. Við áramót skiptast Þjóðverjar jafnvel á marsípansvínum og kallað það „Glücksschwein“ eða einfaldlega „lukkugrís“.

#7 Indland 🇮🇳

Fílar eru oftast tengdir góðri lukku í Indlandi. Það er að öllum líkindum tengt Hindúisma enda er Ganesha guð heppni og hagsældar.

#8 Frakkland 🇫🇷

Verkalýðsdagurinn 1. maí er almennur frídagur í Frakklandi og á þeim degi er til siðs að færa vinum sínum dalalilju. Slíkri gjöf á að fylgja heppni þó blómið sjálft sé baneitrað.

#9 Tyrkland 🇹🇷

Að gefa einhverjum illt auga er yfirleitt talin vera mikil bölvun í Tyrklandi. Fólk hefur þess vegna gripið til þess ráðs að bera á sér eða eignast eins konar verndargrip sem líkist auga. Slíkur verndargripur er einnig talinn færa eigandanum heppni.

#10 Rússland 🇷🇺

„Bozhya korovka“ er rússneskt heiti bjöllu sem stundum er talin vera happatákn í Rússlandi. Oft er farið með litla barnaþulu þar sem bjallan er beðin um að sækja brauð.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.