Íris 2.jpg

Íris grafískur miðill

Íris Erna er grafískur miðlari sem tók til starfa á upphafi árs. Hún er kannski metnaðarfyllsti starfsmaður H:N ef við myndum mæla slíkt í keyrðum kílómetrum til að komast í vinnu. Hún býr sumsé á Akranesi ásamt eiginmanninum Valgeiri og dóttur. Hún færir okkur því daglegar fréttir af vindstigunum á Kjalarnesi -  sem gefur okkur þetta extra inn í daginn. 

 Íris er svokallaður sveinn í grafískri miðlun og hefur sérhæft sig í formhönnun.  Þannig að burtséð frá öllu.

Íris er sannkölluð gleðisprengja, lífsglöð og jákvæð og leggur mikið upp úr skipulagi. Hún hefur gaman af að ferðast, elda og baka, auk þess að nostra við hönnun, teikningar og flest allt sem tengist föndri. Við bjóðum hana og öll vindstigin hjartanlega velkomin til starfa! 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.