hasstagg ísland

Íslenski hesturinn vinsælli en Gullfoss og Geysir á Instagram

Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands.

En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Við skoðuðum það útfrá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðum nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Þar slógum við inn nokkra af vinsælustu áfangastöðum landsins og okkar helstu sendiherra íslenskrar menningar út á við. Niðurstöðurnar voru allt að því sláandi!

Vinsælasta íslenska myllumerkið (#hashtaggið) er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss, í hinum svokallaðð „gullna hring“.

Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum.

Með fullri virðingu fyrir íslenska hestinum og gangtegundum hans þá verður það að segjast að íslensk tónlist sé sá sendiherra sem við megum vera hve stoltust af. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000.

Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum. Það er þá spurning hvort við séum að hlúa nægilega vel að þessum gullkálfum okkar, svo að #iceland viðhaldi þessum stöðuga ferðamannastraumi?

Þess ber að geta að við höfum þann fyrirvara á að snjallsímanotendur slá ekki alltaf sama myllumerkið inn þó um sama hugtakið sé um að ræða. T.a.m. geta ekki allir slegið inn myllumerkið #hallgrimskirkja án þess klikka á eins og einum staf. Það er þó nokkuð ljóst að listinn ætti að gefa glögga mynd að því hvað er það vinsælasta þegar kemur að Instagram-myndum á Íslandi í dag.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.