Eurovision 2017

Júróvisjónsjúk þjóð – Undankeppni Eurovision

95,7% þeirra sem horfðu á sjónvarpið voru að horfa á undankeppni Eurovision

Íslendingar eru Eurovision-sjúkir. Þetta staðfesta áhorfstölur sem H:N Markaðssamskipti hafa tekið saman og byggja á gögnum frá RÚV. Um 97,5% þeirra sem horfðu á sjónvarp fimmtudagskvöldið 8. maí í fyrra, þegar fyrra undanúrslitakvöldið fór fram, voru að horfa á Eurovision. Hin 2,5% voru að horfa á eitthvað allt annað.

Og nú er enn eitt Eurovision-árið gengið í garð sem hefst formlega í kvöld þegar Svala Björgvinsdóttir stígur á svið í Kænugarði á fyrra undanúrslitakvöldinu. Búast má við því að þjóðin muni sameinast enn á ný fyrir framan skjáinn og styðja við bakið á Svölu. Á fyrra undanúrslitakvöldinu í fyrra, þegar Gréta Salóme steig á svið sem fulltrúi Íslands, var rúmlega 78% uppsafnað áhorf (uppsafnað áhorf nær t.d. yfir endursýningar og tímaflakk) svipað og þegar María Ólafs steig á svið árið þar á undan.

Gréta Salóme komst ekki upp úr undankeppninni frekar en María og við það féll uppsafnað áhorf töluvert, niður í rúm 74%. Þó úrslitakvöldið laði kannski færri Íslendinga að skjánum þegar fulltrúi þjóðarinnar er ekki með breytir það ekki þeirri staðreynd að 96% þeirra sem horfðu á sjónvarp laugardaginn 10. maí voru að horfa á Eurovison.

Það er óhætt að segja að Eurovison-vikan sé stærsta sjónvarpsvika ársins. Til að setja hlutina í smá meira samhengi þá var um 80% uppsafnað áhorf á Áramótaskaupið – sem er einn allra vinsælasti dagskrárliður ársins.

Eurovision-dagurinn í fyrra, 10. maí, fékk næst mestu „dagsdekkunin“ hjá RÚV. Aðeins einn dagur, 17. janúar, náði meiri dekkun allt árið í fyrra á RÚV en þá þurfti tvo dagskrárliði til, landsleik hjá karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins og íslenska spennuþáttinn Ófærð síðar um kvöldið, sem naut gríðarlegra vinsælda.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.