Raphaelle 2.jpg

Loksins franskar auglýsingar - Raphaelle Monvoisin

Raphaelle Monvoisin er grafískur hönnuður, uppalin í Bordeaux í Suður-Frakklandi, en hefur undanfarna tvo áratugi búið í París. Áður en hún lenti hjá okkur var hún í fjögur ár hjá leikjarisanum Blizzard Entertainment Europe, þar sem hún sinnti bæði framleiðslu á efni fyrir leiki og ljósmyndun. Þangað til núna – nú býr Raphaelle í Grafarvogi og vinnur í Bankastræti 9.

Raphaelle er ferlega fjölhæf. Hún tikkar fyrir hönnun, ljósmyndun, kvikmyndaframleiðslu og myndvinnslu – eða þið vitið, allt sem heitið getur sjónræn listsköpun og inniheldur einhvers konar sögu. Sérlega góðir eiginleikar hjá starfsmanni á auglýsingastofu. Hún er líka ævintýragjörn – "hence" Grafavogs-útspilið hér að ofan. 

En hún er pínu galin líka, því Ísland hefur verið eitt af hennar helstu áhugamálum um árabil. Við fyrsta mögulega tækifæri til að komast til landsins ákvað hún að flytja hingað. Hún er sumsé alsæl. 

Sennilega zenaðasti starfsmaður H:N gjörið svo vel! 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.