MestLeitudu2018.jpg

Mest gúggluðu Íslendingarnir 2018

Ert þú meðal mest Gúggluðu Íslendinganna í ár? 

Ólíklega. Nema auðvitað þú heitir Kaleó, Stefán Karl eða Rúrik Gíslason. And Björk, Of Course - en við gefum okkur að það sé ekki svoleiðis. Hefðinni samkvæmt tókum við saman hverjir það eru sem heimsbyggðin er forvitnust um. Strákarnir í Kaleo héldu toppsætinu annað árið í röð og það með talsverðum yfirburðum. Stefán Karl Stefánsson, einn okkar allra bestu leikara sem lést á árinu, er í öðru sæti og Rúrik landsliðsmaður í knattspyrnu og líklega Íslandsmeistari í fylgjendum á Instagram nældi sér í  þriðja sætið. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sérlegt uppáhald þjóðarinnar, ratar sífellt sjaldnar inn í leitarvélarglugga heimsbyggðarinnar. Sem er kannski rökrétt í ljósi þess að greiningardeild H:N Markaðssamskipta sér greinilega og ansi snarpa beygju á hegðun gúgglara. Með öðrum orðum: rokkstjörnum hefur verið skipt útaf fyrir íslenskt ofuríþróttafólk.

Að því sögðu - vonum við að guð almáttugur láti 2019 líða hratt svo við getum gert þetta aftur. 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.