Minion-gulur

Minion-gulur kynntur í sumar

Nýr litur, Minion-gulur, verður kynntur hjá Pantone-litaframleiðandanum í sumar - sá fyrsti sem bætist í litapallettu fyrirtækisins í þrjú ár. Liturinn verður byggður á Minion-teiknimyndakörlunum en kvikmynd um þá verður frumsýnd í sumar.

Hugmyndin að gula litnum á tónlistarmaðurinn Pharrell Williams, sem vann meðal annars að tónlistinni fyrir kvikmyndirnar Despicable Me og Despicable Me 2, eða Aulinn ég og Aulinn ég 2. Í samstarfi við rannsóknardeild Pantone vildi hann koma „orkuríkari“ lit í umferð.

Talsmenn fyrirtækisins segja að nýi liturinn sé litur vonar, gleði og bjartsýni.

„Löngunin eftir líflegum og upplífgandi litum er mikil núna. Þetta á sérstaklega við um gulan og með tilliti til vinsælda Minions var það í raun bara rökrétt framhald að nefna einn lit eftir persónum, í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins,“ er haft eftir Laurie Pressman, aðstoðarforstjóra Pantone.

Starfsfólk H:N er eins og Pharrell Williams en fyrir nokkru síðan fjölluðu við einmitt um Simpson-gulan sem kenndur er við samnefndar teiknimyndaseríu.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.