NoxMarkadsfyriraekiArsins2018.jpg

Nox medical tilnefnt - markaðsfyrirtæki ársins 2018

Við erum ægilega ánægð með íslenska svefnrannsóknarfyrirtækið, Nox Medical, sem var eitt fjögurra fyrirtækja sem var tilnefnt sem Markaðsfyrirtækið ársins 2018 af Ímark í byrjun mánaðar.  

Við sáum um endurmörkun á fyrirtækinu árið 2016 en endurmörkunin leikur lykilhlutverk í markaðsstarfi Nox, þar sem Ísland og íslensk náttúra eru hugmyndabrunnurinn. 

Það verður að segjast að Nox er eitt mest spennandi fyrirtæki landsins en það framleiðir lausnir til svefnrannsókna og hefur selt 20 þúsund tæki, á 9 tungumálum, í 6 heimsálfum og er með 35 dreifingaraðila út um allan heim. Til að gera langa svefnsögu stutta - þá hefur fyrirtækið þegar hjálpað 5 milljónum manna að finna lausn á svefnvandamálum þeirra og á nú í samstarfi við marga af virtustu háskólum veraldar. Sofið á því!

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.