Valdimar.jpg

Nýr höfðingi á H:N

Valdimar Már Pétursson  er viðskiptafræðingur með meiru. Hann hefur tekið sér stöðu lærlings hjá okkur og gengur í öll verk. Valdimar, gengur líka undir nafninu Maximus, þó aðallega þegar hann er í útlöndum. Eins og Þýskalandi, nánar til tekið í Nurnberg, þar sem hann bjó einmitt um tíma. Maximus er líka skáti og hefur verið öflugur í skátastarfinu frá blautu barnsbeini. Hefur bæði verið foringi og setið í stjórn Skátafélagsins Kópa. Í seinni tíð hefur nemendafélagið NESU, Nordic Ekonomie Student Union, verið gríðarstór hluti af lífi okkar manns og útskýrir tíðar Finnlandsferðir. 

Valdimar er mikill áhugamaður um hreyfingu og ekki allskostar ólíklegt að þið finnið hann í Klifurhúsinu - milli lærlingaverka! 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.