Tinna Pétursdóttir

Okkar eigin Tinna

Tinna PétursdóttirVið erum ákaflega ánægð með að tilkynna að Tinna Pétursdóttir hefur tekið sér stöðu „art directors“ í Bankastrætinu. Tinna lærði grafíska hönnun í Mílano (IED) og tók svo master í umbúðahönnun úr sama skóla, hvar hún útskrifaðist árið 2005. Síðan hefur hún marga fjöruna sopið, unnið á Jónson & Le Macks, Ennemm, verið verkefnastjóri markaðsmála hjá Reykjavíkurborg, creative project manager hjá Marel og art director hjá Men & Mice. Eins og það sé ekki nóg, setti hún á fót eigið hönnunarstúdíó í Berlín. Nú hún er einmitt líka varaformaður Grapíku, félags kvenna í hönnun – á þrjú börn, kærasta og tvo ljóta bíla (allir sem eitthvað vita, að það er gríðarlega tímaétandi hobbý).

En þegar hún gerir eitthvað annað en að sinna sínu fólki, vinnunni og bílunum – er hún hrifnust af að ferðast, skíða, jóga og borða góðan mat. 

Við bjóðum Tinnu miklu meira en velkomna í hópinn!

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.