Sacha 2.jpg

Sacha grafískur kikkboxari

Sacha Grossglauser er hjá okkur í smá tíma. Hann er nítján ára gamall Svissi sem er á lokametrum gagnvirka hönnunarnámsins í skólanum Eikon í Fribourg. Hann er mikill íþróttamaður, hrifinn af kickboxi jafnt sem fjallaklifri. Hann er sömuleiðis mikill áhugamaður um að læra allskonar tungumál og talar t.d. kínversku. Svo á milli þess sem hann galdrar einhverja snilld í rúllustólnum situr hann á skólabekk hjá Mími og lærir íslensku. Svo stundar hann geimrannsóknir. Eða hefur allavega ofboðslega mikinn áhuga á þessu stóra svarta alltumlykjandi þarna úti. Hann er þrátt fyrir þetta sennilega einhver glaðbeittasti starfsmaður H:N frá upphafi. 

Sacha verður með okkur þar til í vor en þá heldur hann aftur til síns heima, reynslunni ríkari – vonandi – og við líka!

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.