Happasmokkurinn HHÍ

Smári Laufdal setur heppnina á oddinn

Talsverða athygli vakti síðasta útspil Smára Laufdal fyrir hönd Happdrættis Háskóla Íslands um miðbik ágústmánaðar, en hann sendi frá sér markpóst, sem innihélt smokk sem heftaður var við lítinn bækling. Yfirskriftin var að sjálfsögðu Fjölgum heppnum Íslendingum.  Tilgangurinn var að vekja athygli á happdrættinu og vitaskuld féll markpósturinn misvel í kramið. Flestir höfðu húmor fyrir sprellinu en einhverjir fóru aðrar leiðir. Það fylgir.  Nú spilum við hinn margrómaða „waiting game" og niðurstaðan lítur sennilega ekki dagsins ljós fyrr en um miðjan maí á næsta ári, þegar Laufdal árgangurinn skoppar í heiminn. SPENNANDI! 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.