Varphæna pexels

Varphænu­auglýsingar ógna ekki lífi þínu!

Hvað er varphænuauglýsing? Kvenkyns kúluvarpari að auglýsa eftir æfingafélaga? Nei, ein frægasta auglýsing íslenskra bókmennta:

„Tvær varphænur óskast keyptar suður með sjó vegna sjúklings sem er að ná sér, l.s.G.„

Halldór Laxness gerði auglýsinguna að inngangi í Guðsgjafaþulu.

Hvað þýðir þá l.s.G.?

 Svar: „Skammstöfunin þýðir lof sé Guði.“

En er það ekki eitthvað bilaður maður sem blandar guðsorði inn í hænsnaauglýsíngu?

Svar: „Nei bara normalasni.“

Og rúsínan er svo þessar línur frá Nóbelskáldinu:

„Menn fræddu mig á því að þeir sem settu auglýsíngarnar í Vísi væru stundum einkennilegir en sjaldan hættulegir, og þyrfti fólk ekki að óttast um líf sitt þó það færi eftir auglýsíngunum.“

Nákvæmlega það sem við, sem gjarnan setjum auglýsingar í Vísi, segjum við viðskiptavini okkar!

 

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.