Stofan

Um H:N Markaðssamskipti

H:N Markaðssamskipti er ein af elstu og virtustu auglýsinga- og markaðsráðgjafastofum landsins. Allt frá 1990 hefur stofan haft frumkvæði í hönnun, strategískri hugsun og árangursmiðuðum auglýsingum. 

H:N er hönnunardrifin auglýsingastofa. Í markaðssamskiptum opnar skapandi hönnun nýjar leiðir. Í krafti hennar mótum við frumkvæðisdrifin samskipti við viðskiptavini og vinnum þannig sameiginlega úr reynsluheimi okkar.

En við erum ekki bara auglýsingastofa. Við veitum þjónustu á borð við :

  • Auglýsingar
  • Almannatengsl
  • Birtingar
  • Nýmiðlun
HN Bygging

H:N Markaðssamskipti

Sérstaða H:N er 360° fjölmarkmiða nálgun á markaðsaðgerðir og náið djúphugult samstarf við viðskiptavinina. H:N er strategísk markaðssamskiptastofa af því að hugmyndauðug strategía er öflugasta tæki viðskiptaheimsins. 

H:N er árangursdrifin almannatengslastofa. Árangursmarkmið drífa H:N áfram. Þekking H:N á árangursdrifnum auglýsingum (effie) hefur skilað viðskiptavinum framúrskarandi árangri í landsþekktum herferðum og afburðaárangri í að skila arði af því fjármagni sem varið er til markaðsmála. Herferðirnar okkar eru kennslubókardæmi um árangur (í alvöru).

H:N er framsækin þekkingarstofa og samstarfsfélagi í markaðssamskiptum sem  býr yfir öflugri þekkingu og reynslu. Markmið H:N er að veita úrvalsþjónustu á öllum sviðum markaðssamskipta.

Það er gott að tala við okkur

Ef þú finnur miðbæinn þá finnur þú okkur. Við erum í Bankastræti 9, nánar tiltekið á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Í húsi Jóns Þorlákssonar, skáhallt á móti Gamla Bíói, í hjarta hringiðunnar. Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. Við sérhæfum okkur í uppbyggilegum samskiptum og tökum öll símann. Ef það er tómt á frelsinu er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á [email protected].

Við erum hér!

Netföng

Ný viðskipti:
Ingvi Jökull Logason
Netfang: [email protected]

Yfirumsjón birtinga:
Guðjón Ólafsson
Netfang: [email protected]

Yfirumsjón almannatengsla:
Kristján Hjálmarsson
Netfang: [email protected]

Hönnunarstjóri:
Chris Humphris
Netfang: [email protected]

Fjármál hjá HN:
Netfang: [email protected]

Umsókn um starf:
Netfang: [email protected]

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.