Auðlindagarðurinn
Við tökum þátt í Samfélagi skapandi strauma
Auðlindagarður HS Orku á Reykanesi er stórmerkilegt tækniframlag, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Þar hefur HS Orka leitt saman mörg af framsæknustu hátæknifyrirtækjum landsins til að samnýta náttúrauðlindir og þekkingarauðlindir í einu allsherjar samfélagi skapandi strauma.
Okkar hlutverk er að örva þessa stórkostlegu sköpun, veita henni umgjörð í vef og útlitshönnun og kynna hana sem víðast í gegnum almannatengsl og auglýsingar.
Flestir Íslendingar vita að einn flottasti og vinsælasti ferðamannastaður landsins er afgangsstraumur af jarðvarmaveri HS Orku – hátæknileg endurnýting, hugmyndarík endursköpun. Sama hugsun liggur að baki tæknigarðinum öllum – og það er lykillinn að hönnun okkar og framsetningu fyrir Auðlindagarðinn. Við sýnum flæði, samnýtingu og sköpun í gegnum hátæknilega upplifun.
Við hvetjum ykkur til að skoða heimasíðu HS Orku og til að fræðast um þessa frábæru nýsköpun.






Enga feimni!
Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur.