BYKO

Endurstaðsetning stórfyrirtækis

Þegar Bykó kom til okkar árið 2011 var byggingariðnaðurinn á Íslandi ekki enn risinn úr rústum Hrunsins og fyrir lá að tvö stór erlend byggingarfyrirtæki undirbjuggu innrás inn á hruninn markað. Mikið lá undir.

Við lögðum til kraftmiklar markaðsaðgerðir. Nýtt slagorð, endurstaðsetningu Bykó, nýmiðla-herferð og allsherjar uppfærslu á útliti í verslunum, tímariti og markaðsefni. Bykó fagnaði djörfum tillögum og þróaði þær með okkur af fagmennsku í gegnum sína eigin stofu.

Samtímis nýrri ímyndarsköpun unnum við að 50 ára stórafmæli Bykó, hönnuðum vel heppnaðan Facebook-leik og gerðum tillögur að langtíma markaðsstrategíu. Fyrirtækið stóð af sér hrunið, betur en nokkur þorði að vona og er nú stálslegið í grjótharðri samkeppni.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.