Corny

Ævintýralegur orkubiti

Við höfum alveg sérstaklega gaman af því að auglýsa vörur sem eru "korní". Sumar vörur gerum við korní  jafnvel þótt þær séu ekki korní.  Auglýsingar fyrir Corny sjálft, gátu því aldrei verið neitt annað en ævintýralega korní. 

Fljúgandi gaurar, svífandi burstar, teiknaðir sjálfsalar og endalaus töfrabrögð. 

Af hverju? Af því að Corny heilsubitinn er frábær orkubiti þegar þú ert á fljúgandi farti og til að viðhalda gleði dagsins. Ef til vill má segja að auglýsingin okkar sé holl, ekki meinholl, ekki búin til úr múslí og hunangi en samt gleðjandi holl, hvetjandi holl, upprífandi holl.

Okkur finnst útkoman skemmtileg og ævintýraleg.


Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.