Gevalia

Svona náum við einstökum árangri: Gott kaffi fær fólk til að tala

Metnaður

Gevalia flakkaði á milli þess að vera 4 og 6 stærsta vörumerkið í kaffi. Þekkt vörumerki en sérstöðuna vantaði og tryggð nýrra neytenda. Markmiðið var að verða annað stærsta kaffi-vörumerkið á einu ári, auka tryggð mesta kaffidrykkjufólksins um 20% og styrkja persónuleika vörumerkisins.

Lausnir

Við tengdum Gevalia við ánægjulegustu stund kaffidrykkjunnar, samveruna með öðru fólki þegar eitthvað sérstakt ber á góma. Fundum nýja hrynjandi í auglýsingunum, vorum dálítið öðruvísi og sköpuðum íhugandi meðvitund um góðar stundir. Fönguðum sérstöðuna í nýju grípandi slagorði og beittum ímyndarskapandi birtingarstrategíu.

Áhrif

Okkur tókst auka markaðshlut Gevalia um 50% og gera það að mest selda kaffi á Íslandi á 13 mánuðum. Nú talar fólk um Gevalia og íhugar vel ígrundaðar spurningar eins og:

Vissirðu að á fjarlægum hnöttum með sterkara þyngdarafl eru fjöllin og dvergarnir minni?

Herferðin vann lúðurinn 2012 sem árangursríkasta herferðin og er frábært dæmi um þann árangur sem hægt er að ná með öflugri markaðssetningu.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.